fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Er HubbaBubba ævintýri Eyþórs að gera alla brjálaða í Vesturbænum?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. september 2024 13:42

Eyþór t.v

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net segir þá sögu heyrast í Vesturbæ að þar séu menn búnir að missa alla þolinmæði fyrir Eyþóri Wöhler sóknarmanni liðsins.

KR keypti Eyþór frá Breiðablik í vor en hann eins og fleiri leikmenn hafa ekki fundið taktinn. Ein af ástæðum þess að menn eru pirraðir á Eyþóri er þátttaka hans í hljómsveitinni HubbaBubba.

HubbaBubba hefur verið mjög áberandi í sumar, bæði á samfélagsmiðlum og á tónleikum víða um land.

„Leigubílasaga úr Vesturbænum að menn séu mjög pirraðir á Eyþóri Wöhler, ónotaður varamaður í gær og hefur ekki komið með neitt á borðinu. Á meðan er hann út um allt á samfélagsmiðlum,“ sagði Elvar Geir í nýju hlaðvarpi Fótbolta.net og átti þar við hljómsveitina sem vakið hefur mikla athygli í sumar.

@hubbabubbamusik HÚBBABÚBBA X LUIGI 00:00 í kvöld!! #þegiðusíðan #hubbabubba #fy @Óskar Borgþórsson @soley ♬ HúbbaBúbba x Luigi – HubbaBubba

Valur Gunnarsson tók undir þetta með Elvari að Eyþór væri ekki að standa sig. „Þegar Skaginn fellur árið 2022, þá var hann í Skaganum og var frábær. Hann var bæði að pressa út um allan völl, og góður að klára færin. Framherji sem maður hefði drepið að hafa í liðinu, hann fór í Breiðablik og það var aldrei að fara að virka. Hann getur verið fínasti leikmaður í miðlungsliðum. Þvílíkt fjarað undan ferlinum.“

Elvar nefndi svo að einn af betri leikmönnum KR væri. mögulega hættur. „Og að Stefán Árni Geirsson væri mögulega hættur,“ sagði Elvar en Stefán var ekki í hóp hjá KR í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs

Sturlaðir yfirburðir Ronaldo – Þetta voru tíu launahæstu íþróttamenn síðasta árs
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool

Óvæntur framherji orðaður við Liverpool
433Sport
Í gær

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar

FIFA telur tíma komin á það að fótboltinn komi heim til Englands – HM 2038 gæti farið fram þar
433Sport
Í gær

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti

Sean Dyche öruggur á því að hann myndi gera betur en Amorim – Einfaldur fótbolti