fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ekkert til í kjaftasögunum um Grindavík – „Við verðum með betra lið á næstu ári, það er enginn uppgjöf hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. september 2024 09:25

Haukur Guðberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjaftasögur um að Grindavík sé að skoða það að leggja niður fótboltaliðið sitt eru úr lausu lofti gripnar. Félagið ætlar sér að bæta í, þetta segir Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við 433.is.

Grindavík ætlar á næsta ári að vera áfram með meistaraflokk karla og kvenna auk þess sem félagið mun halda úti 2. flokki. Árið hefur reynst Grindvíkingum erfitt sem þurftu að yfirgefa bæinn sinn fyrir um ári síðan.

Félaginu tókst að halda úti starfi sínu og var með aðstöðu í Safamýri í ár, líklegt er að félagið færi sig um set í vetur og finni sér nýtt tímabundið heimili.

„Eina sem ég get sagt er að við verðum með aðeins betra lið á næstu ári, það er enginn uppgjöf hérna,“ segir Haukur Guðberg Einarsson í samtali við 433.is en bæði karla og kvennalið félagsins héldu sætum sínum í Lengjudeildinni  í sumar.

Hann segir unnið að því að finna félaginu samastað fyrir næstu leiktíð. „Að öllum líkindum verðum við ekki í Safamýrinni, við erum að vinna í öðru. Við verðum með karla og kvennalið og 2. flokk.“

Haukur segir það á sinni ábyrgð að halda starfinu úti á meðan ekki er hægt að vera í Grindavík, það sé svo á hans ábyrgð að koma félaginu á endanum aftur heim þegar náttúruöflin á Suðurnesjum leyfa það.

„Við erum komnir fram úr Vestmannaeyjum, við erum að skrifa nýja sögu í íslenskri knattspyrnu. Það er mín ábyrgð sem formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, að koma þeim í var og koma þeim heim aftur. Það er eina stefnan mín, hún hefur ekki breyst,“ segir Haukur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“

Forsetinn kastar eigin leikmanni undir rútuna – ,,Þetta voru skilaboð til hans“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“

Sandra María viðurkennir stress: ,,Eðlilegt að taugarnar fari aðeins að spila með mann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja