fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 09:00

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða hundra manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista á vefnum Ísland.is þar sem þess er krafist að Ísafjarðarbær og ríkið taki því alvarlega hversu mikil dauðagildra Vestfjarðagöng eru.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ólöf Birna Jensen, fulltrúi hverfisráðs Súgandafjarðar, er ábyrgðarmaður listans en á föstudag varð bruni í rútu skammt frá göngunum og hefði væntanlega ekki þurft að spyrja að leikslokum hefði eldurinn komið upp inni í göngunum.

Ólöf segir við Morgunblaðið að hugsanlega sé fyrirhugað að gera göngin tvíbreið til Flateyrar en ekki til Suðureyrar. Það hefur íbúum bæjarfélagsins ekki þótt nógu öruggt og bendir Ólöf á að ómögulegt sé að snúa við á einbreiða kaflanum nema þá litlir fólksbílar.

„Þess­ar rút­ur, þær voru fjór­ar ásamt þess­ari sem kviknaði í. Við erum að tala um tvö hundruð manns sem hefðu verið fast­ir í göng­un­um og ekki getað snúið við,“ seg­ir hún við Morgunblaðið. Þá sé staðhæft að klæðningin í göngunum sé mjög eldfim.

„Ef þessi rútu­bruni hefði orðið nokkr­um mín­út­um fyrr, og þá í miðjum göng­un­um, hefði komið mik­ill reyk­ur. Eld­ur­inn hefði læst sig í klæðning­una. Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um,“ seg­ir hún við Morgunblaðið þar sem nánar er fjallað um málið.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður VG, lýsti því í færslu á Facebook-síðu sinni á föstudag að hún hefði komið úr göngunum stuttu eftir slysið og þá hafi verið komin stór bílaröð hjá slysstaðnum.

„Svona atburðir ættu að vekja ráðamenn til umhugsunar um hvað hefði getað gerst ef kviknað hefði í rútunni nokkrum mínútum fyrr inn í Vestfjarðargöngum sem eru einbreið að stórum hluta og mikil rútutraffic um báða einbreiðu leggina ! Það hefði orðið algjört öngþveiti og erfitt að komast að slysstað til bjargar og baneitraður reykur frá eldinum. Vonandi vekur þetta ráðamenn til vitundar um nauðsyn þess að tvöfalda þessi báða leggi einbreiðu ganganna sem fyrst því þar er mikil slysahætta og gera þarf viðeigandi ráðstafanir.“

Lilja veltir fyrir sér hvað hefði gerst ef kviknað hefði í rútunni fyrr – „Það hefði orðið algjört öngþveiti“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið