fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fjallaði DV um  íslenska fíkniefnamarkaðinn. Það vakti nokkra athygli að ónefndur viðmælandi, sem kunnugur er undirheimum, sagði albanska aðila hafi tekið yfir markaðinn á síðustu árum. Þróunin hafi verið mjög hröð en fíkniefnasalan er svo vel skipulögð að íslenska lögreglan á mestu vandræðum með að hafa hendur í hári þeirra sem stýra för. Aðeins tekst að hafa hendur í hári sölumanna, endrum og eins, með litla skammta á sér en höfuðpaurarnir nást aldrei.

Sjá einnig: Segir Albana vera búna að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn – „Þessi heimur er að harðna og færast lengra út í myrkrið“

„Ég myndi segja að 80-90% af gras- og kókaínmarkaðnum á Íslandi sé stjórnað af Albönum,“ segir maðurinn en tekur fram að þar eigi hann við sölu. Hann hafi ekki upplýsingar um hlutföll varðandi innflutning. Þá sé alls óvíst hvort um sé að ræða marga hópa eða færri. Það viti einfaldlega enginn.  Þá taldi maðurinn kerfið virka þannig að albanskir sölumenn komi hingað til lands í stuttan tíma í einu og selji efni. Hverfi þeir á braut eða eru handteknir eru nýir sölumenn mættir innan skammst til að fylla í skarðið.

Hærra þjónustustig og betra efni

Í framhaldi af áðurnefndri umfjöllun hafði aðstandandi fíkils sambandi. Um er að ræða faðir ungrar konu sem hefur barist við eiturlyfjadjöfulinn um árabil. Sagði hann það ekki nákvæmt að albönsku sölumennirnir séu hér aðeins í stuttan tíma í einu. Margir dvelji mun lengur og eru í heiðarlegri vinnu á daginn en sendist svo með efni á kvöldin.

„Ég botna ekki í því að lögreglan nái þeim ekki því þeir eru nánast alltaf á sömu bílunum sem eru fullir af dópi, aðallega kóki. Ekki dettur mér til hugar að klaga þá þó ég viti hverjir þetta eru. Vil ekki hætta á afleiðingarnar af því,“ segir faðirinn.

Hann segist hins vegar vita af hverju Albanirnir hafi tekið markaðinn yfir með svo hröðum hætti.

„Það eru ástæður fyrir því að íslensku fíklarnir skipta frekar við þá en íslenska sölumenn. Þeir eru einfaldlega með miklu hærra þjónustustig. Efnið þeirra er betra, minna blandað einhverjum draslefnum og því ekki eins hættulegt. Þeir mæta á réttum tíma. Fæstir þeirra eru sjálfir í neyslu, öfugt við Íslendingana sem eru margir, jafnvel flestir í neyslu sjálfir og því ekki eins áreiðanlegir,“ segir faðirinn.

Vilja ekki gera rassíu

Í fyrrnefndri grein DV fullyrti undirheimamaðurinn að Íslendingar væru til í að borga meira fyrir efnin til að skipta ekki við Albani. „Það er alls ekki mín upplifun. Það getur vel verið að yfirstéttarkókhausarnir geri það en fíklarnir skipta miklu frekar við Albanina,“ segir faðirinn.

Þá segir hann það blasa við að íslenska lögreglan vilji ekki gera rassíu og hreinsa upp markaðinn. „Það myndi bara hækka verðið og margfalda ofbeldisverk og neyslutengda glæpi til að fjármagna neyslu og annað,“ segir faðirinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Í gær

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Í gær

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“

Þórdís Kolbrún ómyrk í máli: „Við erum slök­ust og staðan fer versn­andi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti

Helga með áhyggjur af skólakerfinu – Barnið fær engar einkunnir í skólanum, bara liti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“