fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Steinhissa eftir þessi ummæli þjálfarans: Sagðist hafa keypt rangan leikmann – ,,Mun aldrei gleyma þessu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. september 2024 14:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham mun aldrei gleyma því sem Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði við hann eftir leik Sunderland og Rotherham í næst efstu deild Englands í ágúst í fyrra.

Bellingham var þá búinn að ná samkomulagi við Real en bróðir hans, Jobe, lék með Sunderland og skoraði tvennu gegn Rotherham.

Jude hafði áhyggjur um stutta stund eftir ummæli Ancelotti sem sagði að Real hefði keypt rangan Bellingham, að Jobe væri demanturinn sem félagið væri á eftir.

Ítalinn geðþekki var þó aðeins að grínast í Jude sem stóð sig svo frábærlega á sínu fyrsta tímabili á Spáni.

,,Ég var steinhissa eftir að hann skoraði tvennuna en ég mun aldrei gleyma því sem ég heyrði eftir leik,“ sagði Bellingham.

,,Ancelotti gekk upp að mér og sagði einfaldlega: ‘Andskotinn, við höfum keypt rangan leikmann.’

,,Ég sagði að hann væri að grínast og hann svaraði: ‘Nei í alvöru, ég ætla að fá hann hingað.’ Ég spurði þá hvar hann ætlaði að spila honum og svarið var: ‘Þar sem þú spilar!’

,,Hann brosti svo til mín og ég hugsaði með mér að þetta væri í lagi, engin pressa á mér í dag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi