fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Verður að taka þeirri refsingu sem hann fær – ,,Hann gerði stór mistök“

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. september 2024 10:00

Úr leiknum í gær. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, býst við því að Rodrigo Bentancur verði dæmdur í bann eftir ummæli sem hann lét falla í júní.

Bentancur lét þar rasísk ummæli falla fyrir framan myndavélarnar en hann grínaðist með að allir asíubúar væru eins í útliti.

Það fór ekki vel í Son Heung Min, fyrirliða Tottenham, en þeir tveir hafa rætt málin og eru sáttir í dag.

Enska knattspyrnusambandið hefur þó ákært Bentancur fyrir ummælin og á hann von á allt að 12 leikja banni – atvikið átti sér stað eftir leik Úrúgvæ og Suður-Kóreu.

,,Varðandi Sonny og Rodri, þeir hafa rætt málin. Báðir leikmennirnir skilja málið og virða stöðu hvors annars. Rodri er búinn að biðjast afsökunar og Sonny samþykkti þá afsökunarbeiðni,“ sagði Postecoglou.

,,Við skiljum það að jafnvel þó að hann sé frábær náungi og góður liðsmaður þá gerði hann stór mistök og verður að taka við þeirri refsingu sem hann fær.“

,,Við þurfum einnig að gefa honum tækifæri á að læra af þessu og bæta fyrir mistökin og vonandi geta aðrir lært það sama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar