fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Hrafnkell botnar ekki í ákvörðun fólksins í Laugardalnum – „Þetta er náttúrulega bara vitleysa“

433
Laugardaginn 14. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is ræddu þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson meðal annars um mál sem rataði á borð Aganefndar KSÍ úr leik milli Stjörnunnar og FH í Bestu deild karla.

Þar áttu í hlut Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristánsson, leikmaður Stjörnunnar. Böðvar veitti Guðmundi olnbogaskot en Guðmundur svaraði með því að slá til Böðvars.

video
play-sharp-fill

Aganefnd úrskurðarði í vikunni að Guðmundur fengi eins leiks bann fyrir sitt athæfi en Böðvar slapp við bann.

„Þetta er náttúrulega bara vitleysa. Þetta eiga alltaf að vera þrír leikir á Gumma og 1-2 á Bödda. Þarna ertu líka bara að gefa færi á að leikmaður geti hamrað einhvern, þið getið ekkert gefið honum meira en einn leik í bann,“ sagði Hrafnkell í þættinum.

„Þetta er viðmið sem er búið að setja en samt ekki. Við sáum Omar Sowe og leikmann Dalvíkur/Reynis fá tvo leiki (fyrir svipuð atvik). Vandamálið er að það er mismunandi fólk í aganefndum ár frá ári. Það þarf að vera eitthvað staðlað: Að hrækja á leikmann eru fimm leikir, að bíta leikmann átta leikir, eitthvað svona sem meikar sens,“ sagði hann enn fremur.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture