fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Erlendur ferðamaður gáttaður þegar hann kíkti á heimabankann eftir ferð í Vínbúðina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisverð á Íslandi er með því hæsta sem gerist og ekki fyrir hvern sem er að gera sér dagamun með góðu rauðvíni eða hvítvíni.

Ferðamenn sem heimsækja landið hafa einnig tekið eftir þessu og hafa fjörugar umræður átt sér stað í Facebook-hópnum ReykjavikICELAND Travel & Vacation.

Þar birtir ferðamaður mynd af kvittun úr Vínbúðinni frá 20. ágúst síðastliðnum þar sem hann keypti sér 700 ml. flösku af Jameson-viskíi og 12 litlar dósir af Víking gylltum. Fyrir þetta borgaði hann 13.447 krónur.

Um er að ræða nafnlaust innlegg í hópnum en ferðamaðurinn segir að hann hafi rekið upp stór augu þegar hann kíkti inn á heimabankann sinn og sá að hann var rukkaður um 98 dollara fyrir áfengið. Spurði hann hvort þetta gæti staðist.

Meðlimir hópsins voru fljótir að benda honum á að svona væri þetta á Íslandi, áfengi væri mjög dýrt og líklega með því hæsta sem gerist. Eina landið þar sem áfengisverð er hærra sé líklega Noregur.

Einn segist til dæmis kaupa áfengi í fríhöfnum áður en hann heldur til Íslands vegna þess hversu hátt verðið er hér á landi. Benda einhverjir á að verðið í vínbúðunum sé þó ekki ýkja hátt miðað við verðið á veitingastöðum.

„Velkominn til Íslands. Landsins sem er virkilega fallegt en mjög dýrt,“ segir einn í umræðunum og annar bætir við að það sé sniðugt að fara til Íslands ef maður vill skella sér á snúruna og fara í megrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“