fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Finnar biðja Norðmenn og Svía um aðstoð við varnir Lapplands

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 06:30

Norskir hermenn á æfingu. Mynd:Forsvaret.no

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska ríkisstjórnin hefur beðið Norðmenn og Svía um aðstoð við varnir Lapplands, sem er nyrst í Finnlandi. Nánar tiltekið hafa Finnar beðið þessar nágrannaþjóðir sínar um að leggja til hermenn og hergögn í sameiginlega herdeild.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að Finnar vilji jafnframt bjóða öðrum NATO-ríkjum að taka þátt í vörnum Lapplands.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að önnur NATÓ-ríki taki virkan þátt í vörnum Lapplands og allrar Skandinavíu,“ sagði Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, í samtali við finnska ríkisútvarpið YLE nýlega.

Peter Hultquist, formaður varnarmálanefndar sænska þingsins, staðfesti að Svíar séu leggja mat á hvort þeir taki þátt í vörnum Lapplands. „Ég veit að sænski herinn og ríkisstjórnin undirbúa nú að senda hermenn til Finnlands. Það verður hluti af NATÓ-samstarfi,“ sagði hann í samtali við finnska dagblaðið Iltalehte.

Hann sagðist telja að norskir hermenn eigi einnig að koma að verkefninu. Hann sagði að byrjað hafi verið að ræða að koma upp sameiginlegri hersveit í Lapplandi áður en Finnar og Svíar fengu aðild að NATÓ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn