fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Herforingjastjórn kvartar yfir Úkraínu til Sameinuðu þjóðanna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 22:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið hefur líklega ekki verið eins gott fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og hann hafði vonast til. Í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni var ráðist inn í Rússland en það gerðist 6. ágúst þegar úkraínskar hersveitir réðust inn í Kúrsk og stendur sókn þeirra þar enn.

En þar með er ekki allt upptalið því í lok júlí voru að minnsta kosti 84 rússneskir málaliðar drepnir í fyrirsát í Malí. Nú hefur herforingjastjórnin í Malí snúið sér til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna málsins og heldur því fram að Úkraínumenn hafi komið að málinu.

Úkraínsk stjórnvöld neita þessum ásökunum en þær geta í versta falli skaðað viðleitni þeirra til að afla sér stuðnings í Afríku.

En ef þetta er rétt, þá hafa Úkraínumenn með mikilli leynd opnað enn einar vígstöðvarnar í átökunum við Rússland, nú í Afríku.

Jótlandspósturinn segir að fyrir um ári hafi úkraínskir drónar og liðsmenn úrvalssveita hersins dúkkað upp í Súdan. Þar tóku þeir þátt í baráttunni við uppreisnarsveitir sem sóttu að höfuðborg landsins. Liðsmenn rússneska málaliðafyrirtækisins Wagner voru í slagtogi við uppreisnarsveitirnar.

Herforingjastjórnin í Malí heldur því fram að úkraínskir hermenn hafi verið á hliðarlínunni þegar allt að 1.000 stríðsmenn úr Tuareg ættbálknum og aðrir uppreisnarmenn, þar á meðal íslamskir öfgamenn, sátu fyrir bílalest hersins. Stjórnarhermenn og mikill fjöldi málaliða frá Wagner voru í bílalestinni.

Úr þessu varð bardagi sem stóð í nokkra daga. Tölur um mannfall eru óljósar en Tuaregmenn segja að minnst 84 Rússar, þar á meðal sá hæst setti úr þeirra röðum, hafi fallið. Þess utan hafi 47 stjórnarhermenn fallið.

15 Rússar eru sagðir hafa verið teknir til fanga og einnig náðu uppreisnarsveitirnar miklu magni vopna og hergagna á sitt vald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að það hafi verið rangt af þeim að njósna um Vilhjálm og félaga

Viðurkennir að það hafi verið rangt af þeim að njósna um Vilhjálm og félaga
Fréttir
Í gær

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár

Kópavogsbær fer í hart gegn ríkinu – Minnihlutinn segist ekkert hafa fengið að vita um málið í rúmt ár
Fréttir
Í gær

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu

Lögregla sökuð um ólöglegar aðgerðir í Vestmannaeyjum – Ætluðu að brjótast inn á heimili gamallar konu