fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Tveir unglingar handteknir vegna ráns: Drógu upp hníf og komust yfir verðmæti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo unglinga í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um rán.

Að sögn lögreglu barst tilkynningin rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi og voru ungu mennirnir sagðir hafa beitt annað ungmenni hótun um ofbeldi og ógnað með hníf.

Í skeyti lögreglu kemur fram að ungu mennirnir, sem báðir eru undir 18 ára, hafi komist yfir verðmæti. Þeir voru aftur á móti handteknir skömmu eftir miðnætti og að höfðu samráði við barnavernd voru þeir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Þá hafði lögregla afskipti af ungmennum í gærkvöldi sem voru að brjóta sér leið inn í yfirgefið húsnæði. Börnin voru treg til að gefa upp nafn og kennitölu og voru þau þar af leiðandi flutt á lögreglustöð. Foreldrum og barnavernd var að lokum gert viðvart um málið og við leit á einu ungmennanna fannst hnífur og verður viðkomandi kærður fyrir vopnalagabrot.

Í skeyti lögreglu kemur einnig fram að óskað hafi verið eftir lögreglu vegna konu sem var að betla. Sá hafði haft í frammi ógnandi tilburði við tilkynnanda. Konan var farin af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Fréttir
Í gær

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“

Skiptar skoðanir á gjaldskyldu við Geysi: „Ég sé að mörgum finnst þetta verð eðlilegt, mikið vildi ég vera á þeirra launum“
Fréttir
Í gær

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni

Segist hafa séð Ym Art hóta móður sinni lífláti sama dag og hann banaði henni