fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Vara við nýrri hættu á Norðurlöndunum – „Við tökum þetta mjög alvarlega“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 03:22

Huldumenn leita eftir aðstoð norrænna glæpamanna. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði sænska og norska leyniþjónustan vara við tilraunum Rússa til að fá afbrotamenn til að fremja skemmdarverk á Norðurlöndunum. Hugsanleg skotmörk Rússa í þessum efnum eru margvísleg.

„Við tökum þetta mjög alvarlega og höfum á grunni núverandi stöðu beint sjónum okkar í ríkari mæli að þessari ógn, því það er ekki hægt að ganga út frá að þetta geti ekki gerst á danskri jörð,“ sagði leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, í svari við fyrirspurn TV2 um málið.

PET sagði að það sem af er ári hafi verið mörg dæmi um að aðilar, sem tengjast Rússlandi, hafi komið að skemmdarverkum víða um Evrópu. Þarna hafi til dæmis verið um íkveikjur að ræða og gróf skemmdarverk sem hafi miðað að því að koma í veg fyrir að fólk geti fengið nauðsynjar og til að draga úr stuðningnum við Úkraínu og valda ótta í vestrænum samfélögum um að stríðið í Úkraínu geti harðnað enn frekar.

PET metur stöðuna sem svo að Rússar séu reiðubúnir til að taka meiri áhættu en áður þegar kemur að blendingshernaði gegn Evrópuríkjum og í Evrópu.

Talsmaður sænsku öryggislögreglunnar Säpo sagði í samtali við Aftonbladet að það sé nýtt að Rússar reyni að ráða afbrotamenn til að fremja skemmdarverk og grafa undan stöðugleika í NATÓ-ríkjunum, þar á meðal á Norðurlöndunum. Hann sagði að áður hafi sést að glæpagengi hafi verið notuð sem milliliðir í aðgerðum af þessu tagi en þó ekki á Norðurlöndunum.

Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, PST, sagði að verið sé að rannsaka „mörg atvik“ og að leyniþjónustan viti að rússneska leyniþjónustan noti innlenda afbrotamenn.

Talsmenn leyniþjónustustofnanna fóru ekki nánar út í hvaða skotmörkum Rússar beini aðgerðum sínum að. Talsmaður PST sagði að þar á bæ væri vel fylgst með orkuinnviðum og verið sé að rannsaka nokkra atburði tengdum orkugeiranum.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni DIIS, sagði að möguleg skotmörk Rússa séu innviðir á borð margvíslega strengi, járnbrautarteina eða rafmagns- og vatnsdreifingarkerfi.

Meðal mála sem hafa komið upp á Norðurlöndunum eru skemmdir á jarðstrengjum á milli norska fastalandsins og Svalbarða og á Evenes flugvellinum í Nordland. Ekki er vitað hvort Rússar voru þarna að verki.

Í Svíþjóð hafa komið upp grunsamleg tilfelli þar sem járnbrautarlestir hafa farið af sporinu á milli norska hafnarbæjarins Narvik og sænska námubæjarins Kiruna. Sænska öryggislögreglan telur að Rússar hafi verið að verki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“