fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Glúmur bálreiður og margir taka undir: „Hvur djöfullinn halda þessir bankar að þeir séu?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 08:45

Glúmur Baldvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson alþjóðastjórnmálafræðingur fer ekki fögrum orðum um bankakerfið eftir að hafa átt erindi í Íslandsbanka í gær. Glúmur hugðist leggja pening inn á reikninginn sinn en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig.

Glúmur segir frá þessu á Facebook-síðu sinni í færslu sem fengið hefur mikil viðbrögð.

Hann segir að gjaldkerinn, ung stúlka, hafi byrjað að spyrja spurninga og farið að fletta upp færslum á reikningi hans. Glúmur segist hafa sagt gjaldkeranum að fjármál hans kæmu henni ekkert við og hún ætti bara að sinna sínu starfi og þjóna kúnnanum.

„Hún röflaði eitthvað um hertar splunkunýjar reglur um eftirlit með peningaþvætti. Ég benti henni þá á að engar nýjar reglur hefðu tekið gildi í sumar enda ekkert Alþingi starfandi síðan í vor. Að auki benti ég henni á að hún og hennar banki væru ekkert yfirvald hér heldur þjónustustofnun. Með erfiðismunum fékk ég mínu framgengt í banka sem ég hef verið í viðskiptum við frá seytján ára aldri þegar hann hét VerzlunarbankinnHvur djöfulinn halda þessir bankar að þeir séu?,“ sagði Glúmur í gærkvöldi og sagðist vera „rjúkandi bálreiður“ vegna málsins.

Margir taka undir með Glúmi en einn bendir á að stúlkan hafi nú bara verið að sinna sínu starfi og ekkert sé við hana að sakast. Þessar hertu reglur megi rekja til lagabreytinga sem tóku gildi árið 2018 til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar eins og komið hefur fram.

„Já, það er algerlega óþolandi að það sé horft á mann sem krimma ef maður á pening,“ segir í einni athugasemd við færslu Glúms. Í annarri segir einn: „Það er ekki hinn sauðsvarti almenningur á Íslandi sem misfer með peninga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“