fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Móðir á hækjum þurfti að skutla dóttur sinni í skólann – Fær ekki akstur því hún er „óstaðsett í hús“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég óska þess eins að ásætt­an­leg lausn finn­ist sem fyrst og mann­gæsk­an ráði för en ekki ein­streng­ings­leg­ar geðþótta­ákv­arðanir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir hún að hreppurinn auglýsi stíft dásemdina í Grímsnesi en bendir á að „förufólkið í hreppnum“ búi ekki við þau kjör sem kynnt eru í auglýsingunum.

Guðrún segir í grein sinni frá einstæðri móður sem býr ásamt barni sínu á skólaaldri í húsi sínu í hreppnum. Húsið er staðsett á reit sem deiliskipulag tilgreinir sem frístundabyggð en í greininni segir Guðrún að húsið sé vel byggt og uppfylli alla staðla um byggingar íbúðarhúsa. Þá greiðir hún sína fasteignaskatta sem eru þeir sömu og ef húsið væri staðsett í reit merktum íbúðarbyggð.

„Útsvarið af tekj­um henn­ar renn­ur líka til hrepps­ins. En vegna staðsetn­ing­ar­inn­ar nýt­ur þessi ein­stæða móðir ekki þegn­rétt­ar í hreppn­um, og við skrán­ingu henn­ar í þjóðskrá stend­ur „óstaðsett í hús“,“ segir hún.

Bílnum ekið fram hjá heimilinu

Guðrún segir að barnið hafi fengið inn í grunnskóla hreppsins eftir nokkrar fortölur en henni var þó neitað um skólaakstur, jafnvel þótt skólabíllinn æki fram hjá heimili þeirra í reglubundnum skólaakstri sínum um sveitina. Varð móðirin því sjálf að sjá um akstur barnsins virka daga.

„Móðirin fór í hnéaðgerð í vet­ur og óskaði eft­ir að barnið fengi skóla­akst­ur á meðan hún væri rúm­föst vegna aðgerðar­inn­ar og á meðan hún væri að jafna sig. Ekki fékkst samþykki fyr­ir þessu hjá hreppn­um, jafn­vel þótt er­indið færi fyr­ir vel­ferðarsvið. Fjór­um dög­um eft­ir aðgerðina varð hún því að fara á hækj­um að skutla barn­inu í skól­ann og sækja svo í lok skóla­dags,“ segir Guðrún.

Móðirin á engra kosta völ

Nú eru skólarnir að byrja eftir og segir hún að einstæða móðirin standi nú frammi fyrir því að barnið er orðið of gamalt fyrir gæslu eftir skóla.

Máttu neita barni um skólaakstur

„Móðirin á því ekki annarra kosta völ en að sækja barnið í skól­ann strax eft­ir að skóla lýk­ur, því ekki fær það að sitja í skóla­bíln­um heim til sín með skóla­systkin­um sín­um. Þótt grunn­skóli hrepps­ins sé alls ekki full­set­inn eru rök hrepps­ins þau að óstaðsett­ir í hús upp­fylli ekki skil­yrði. Ekki megi víkja frá þeirri reglu og gefa for­dæmi.“

Guðrún nefnir svo að innviðaráðherra hafi fyrir tveimur árum skipað starfshóp til að fara yfir þessi mál og var sveitarstjóri hreppsins skipaður formaður hópsins, en hún er einnig varaþingmaður Framsóknarflokksins. Ekkert hafi heyrst af störfum hópsins annað en að niðurstaðna sé að vænta bráðlega.

„Í ný­legri um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu grein­ir sveit­ar­stjór­inn þó frá því að lausn­in sé mögu­lega sú að „óstaðsett­ir í hús“ verði skráðir með heim­ili þar sem þeir bjuggu áður en þeir völdu Grímsnesið. Með öðrum orðum vill hún end­ur­reisa fyr­ir­komu­lag fyrri alda um sveit­festi. Þá full­komn­ast sveita­sæl­an, þegar hóp­um fólks verður gert að hverfa til síns fæðing­ar­hrepps þegar sverf­ur að.“

Manngæska fái að ráða för

Guðrún, sem er sjálf „óstaðsett í hús“, segir að þrettán prósent heildaríbúafjölda séu í sömu sporum.

„Ekki ligg­ur fyr­ir hve stór­an hluta fast­eigna­skatta og út­svars þeir leggja til hrepps­ins, og fyr­ir­spurn­um um fjár­mál­in er ekki svarað með öðru en til­vís­un í árs­reikn­inga hrepps­ins. Að vera „Gogg­ari“ er í mín­um huga það að búa í sveit­inni sem mér þykir vænt um, á mínu heim­ili, greiða skatta og skyld­ur sem venju­leg­ur Íslend­ing­ur ger­ir og vera stolt af sveit­inni minni. Ég óska þess eins að ásætt­an­leg lausn finn­ist sem fyrst og mann­gæsk­an ráði för en ekki ein­streng­ings­leg­ar geðþótta­ákv­arðanir eins og dæmið hér að ofan sýn­ir,“ segir Guðrún að lokum í grein sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla