fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Erlent par hrætt en ánægt í rýmingu Bláa lónsins – „Við borguðum ekki neitt“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 10:30

Parið var rekið upp úr Bláa lóninu og sat að drífa sig burt. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir erlendir ferðamenn, par, birti á samfélagsmiðlum myndband af þegar þau voru rekin upp úr Bláa lóninu vegna eldgossins í Sundhnúkagígum. Þurftu þau ekkert að borga.

„Við erum að fara úr Bláa lóninu á Íslandi vegna rýmingar þar sem eldgos er byrjað,“ segir Ale Kenney, ferðamaður á Íslandi, í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. En hún og maður hennar, Andrew Kenney, voru að slaka á í lóninu þegar enn einu sinni byrjaði eldgos norðan við Grindavík á fimmtudagskvöld. Lýsa þau reynslunni sem ógnvekjandi og urðu þau mjög hrædd.

„Það er mjög ógnvekjandi þegar neyðarbjallan fer í gang þegar þú situr úti í enda á sundlaug,“ segir Ale sem tók upp myndbandið þegar parið, ásamt öðrum sem voru í lóninu, voru á leið í burtu. „Þau sögðu okkur að drífa okkur. Við erum enn þá rennandi blaut.“

Sluppu við að borga

Má sjá Andrew koma inn í myndbandið og segja. „Ekki skipta um föt, ekki fara í sturtu. Farðu bara, farðu burt,“ segir hann. „Við borguðum ekki neitt, við vorum í skuld, en þau sögðu okkur að fara.“

Þá segir Ale að hún sé virkilega hrædd en Andrew hughreystir hana. „Síðast þegar þetta gerðist sögðu þeir að það tæki hraunið fimm klukkutíma að komast hingað. Þannig að tíminn er með okkur í liði,“ segir hann.

Ólgandi eldgos

Í næsta myndbroti sýnir parið frá því þegar þau eru í bíl á Reykjanesbrautinni. Má þá klárlega sjá að eldgosið er hafið og allir í bílnum trúa vart eigin augum.

@aa.kenney We are SAFE! Thankfully the employees at the Blue Lagoon were so professional and efficient at getting everyone out of there in a timely manner! Very scary and definitely not on our Bingo card. #fyp #aak #uwc #travel #iceland #volcano #bluelagoon #emergency #ultimateworldcruise #royalcaribbean @Blue Lagoon Iceland ♬ original sound – Andrew & Ale Kenney

„Guð minn góður. Það beinlínis ólgar í þessu,“ segir Andrew en bíllinn stöðvar við vegkantinn. Má sjá mjög volduga eldgosasprungu spýja hrauni hátt í loft upp.

Hlupu landganginn

Parið kom til Íslands á skemmtiferðaskipi. Í lok myndbandsins má sjá þau fara aftur um borði í skipið, guðslifandi fegin að vera komin langt frá eldgosinu.

„Andrew er glaður að vera kominn aftur um borð í skipið og í burtu frá eldgosinu,“ segir Ale og birtir myndband af manni sínum beinlínis hlaupa landganginn.

Eftir á virðist þessi lífsreynsla, eins ógnvekjandi og hún var, hafa verið góð lífsreynsla fyrir parið.

„Ég var mjög hrædd en við erum öll örugg,“ segir Ale. „Þetta var svo svalt. Ég er búinn að vera brosandi í nokkra klukkutíma,“ segir Andrew.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast