fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Knútur ákærður aftur fyrir stórfelld skattsvik – Sambýliskona skráð eigandi fyrirtækisins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 09:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knútur Knútsson, maður á sjötugsaldri, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Er honum gefið að sök að hafa staðið skil á efnislega röngu skattframtali gjaldárið 2020, vegna tekjuársins 2019, í rekstri fyrirtækisins Vír og lykkjur.

Héraðssaksóknari segir í ákæru sinni að Knútur hafi vanframtalið tekjur fyrirtækisins sem nemur tæplega 67 milljónum króna og vangreitt tekjuskatt um rétt rúmlega 30 milljónir króna.

Þess má geta að fyrirtækið Vír og lykkjur er enn starfandi en skráður forsvarsaðili og eigandi þess er kona sem hefur sama lögheimili og Knútur.

Héraðssaksóknari krefst þess að Knútur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls málskostnaðar. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 27. ágúst næstkomandi.

Sviðin jörð Aflbindingar

Knútur hefur áður gerst sekur um skattsvik. Árið 2021 var Knútur sakfelldur ásamt öðrum manni fyrir stórfellt skattalagabrot í rekstri fyrirtækisins Aflbinding – járnverktakar og var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 70 milljóna króna sektar.

Aflbinding átti glæsta en þyrnum skráða sögu. Forverinn Aflbinding ehf. varð gjaldþrota árið 2009. Aflbinding fékkst við járnabindingu fyrir staðsteypt mannvirki, eins og segir í frétt Viðskiptablaðsins frá 2014. Stóð Aflbinding að byggingu fjölmargra merkra bygginga, t.d. Höfðatorgs, Háskólans í Reykjavík og Hellisheiðarvirkjunar.

Eftir haustið 2008, á sama tíma og bankakerfið hrundi á Íslandi, fækkaði verkefnum Aflbindingar mikið. Skiptum í þrotabúinu lauk árið 2014, engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur voru upp á rúmlega 63 milljónir. Knútur sagði við Viðskiptablaðið árið 2014:

„Við vorum búnir að leggja þúsundir tonna í alls konar byggingar. Þetta var komið upp í annað hundrað verkefni. Svo gerist það að haustið 2008 hverfur þetta gjörsamlega allt saman. Við förum úr 140 starfsmönnum árið 2008 niður í átta í desember sama ár.“

Aflbinding – járnverktakar fór síðan sömu leið og forverinn og var tekið til gjaldþrotaskipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu

Alvarlega slasaður eftir hnífsstungu
Fréttir
Í gær

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum

Svona brugðust sósíalistar við ályktun um að Sæþór viki úr embætti – Töldu að málið yrði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt

Steingrímur neyddur af „ónafngreindum mönnum“ til að reka fyrirtæki – Hlaut fangelsisdóm og 213 milljón króna sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum

Bjössi í World Class gerir athugasemdir við skipulag í Laugardal og segist eiga bílastæðin – Krefst eignarnámsbóta verði ekki fallið frá framkvæmdum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim

Dr. Gunna brá heldur betur í brún þegar hann kom heim