

Hafþór Júlíus Björnsson tók þátt um helgina í keppninni „Strongest Man on Earth“ sem haldin var í Colorado í Bandaríkjunum.
Varð Hafþór í öðru sæti í keppninni á eftir Kanadamanninum Mitchell Hooper.
Þrátt fyrir að Hafþór ynni fimm greinar af átta í keppninni og setti tvö heimsmet tókst honum ekki að krækja í gullið. Hann sigraði í kútakasti á nýju heimsmeti, sigraði í réttstöðulyftu og Atlas-steina lyftu, sem og í hjólböruakstri og trukkadrætti með höndum.
Meðfylgjandi eru tvö stutt myndbönd af Hafþóri í keppninni: