fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Fréttir

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar spáir því að vendipunktur verði í stríðinu fljótlega

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 07:00

Kyrylo Budanov, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, segir þá ætti stórsókn rússneska hersins, sem hefur staðið yfir í Donetsk, að ljúka eftir „hálfan til tvo mánuði“.

Forbes Ukraine skýrir frá þessu og hefur eftir Budanov að reynslan úr stríðum sýni að möguleikar stríðsaðila til að sækja fram varir ekki lengur en í tvo mánuði, nú hafi sókn Rússa staðið yfir í tæpa þrjá mánuði og því verði breytingar á.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War veitti þessum ummælum Budanov athygli og sagði í kjölfarið í greiningu um gang stríðsins að ummælin passi við það sem hugveitan hefur sagt.

Segir hugveitan að þótt rússneskar hersveitir sæki nú fram að bænum Pokrosvk þá muni þær lenda í vanda þegar þær koma að þéttari byggði austan við bæinn. Auk þessi hafi Rússar dreift hermönnum og hergögnum yfir stórt svæði, sérstaklega í Donetsk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna

Magnað afrek hjá Karlottu Ósk – lauk 500+ kílómetra hlaupi fyrst íslenskra kvenna
Fréttir
Í gær

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan

Hrafn fékk réttlætinu ekki fullnægt að handan
Fréttir
Í gær

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“

Brasilíubúar brjálaðir út í Trump – „Óvinur fólksins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall