fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Það eru tvær ástæður fyrir að Úkraína getur ekki blásið til stórrar gagnsóknar fyrr en 2025

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. ágúst 2024 07:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að fremstu víglínurnar í Úkraínu sé frosnar fastar og Úkraínumenn verða að sýna þolinmæði áður en þeir geta blásið til alvöru gagnsóknar gegn rússneska innrásarliðinu.

Úkraínsku hersveitirnar munu áfram vera í vörn næsta hálfa árið og geta ekki blásið til stórrar gagnsóknar fyrr en í byrjun næsta árs.

Þetta kemur fram í greiningu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War. Bendir hugveitan á að Úkraínumenn geti varið sig eins og staðan er núna og geti gert litlar og takmarkaðar gagnsóknir á ákveðnum svæðum við fremstu víglínuna en almennt séð séu þeir í varnarstöðu og háðir frekari aðstoð frá Vesturlöndum.

Esben Salling Larsen, majór og greinandi við danska varnarmálaskólann, sagðist vera sammála þessu þegar Jótlandspósturinn ræddi við hann. Hann sagðist telja að Úkraínumenn vanti skotfæri fyrir fallbyssur sínar og vestræn nákvæmnisvopn. Þegar þetta berist þeim og verði tilbúið til notkunar í haust verði veðrið á móti þeim. Af þeim sökum gerist ekkert fyrr en eftir áramót og hugsanlega ekki fyrr en í mars.

Ástæðan er að það er „leðjutími“ í Úkraínu á veturna og mjög erfitt að stunda hernað með stórum og þungum vígtólum á þeim tíma. Þau sitja einfaldlega föst í leðjunni. Á þessu ári lauk þessu tímabili í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli