fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Úkraínsk drónaárás rétt við norsku landamærin

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. júlí 2024 04:05

Tu-22 vél í ljósum logum á flugvelli við St Pétursborg í apríl á þessu ári. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn gerðu Úkraínumenn drónaárás á rússnesku herstöðina Olenja sem er í aðeins 200 km fjarlægð frá landamærum Rússlands og Noregs.

Dagbladet skýrir frá þessu og segir að í kjölfar árásarinnar hafi Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagt að úkraínskum mannslífum sé bjargað í hvert sinn sem rússneskur herflugvöllur sé eyðilagður.

Úkraínumenn segjast hafa skemmt eina Tu-22 ofurhljóðfráa sprengjuflugvél Rússa á vellinum.

Flugvöllurinn er í um 1.800 km fjarlægð frá úkraínsku landamærunum og hafa Úkraínumenn aldrei fyrr gert árás svo langt frá landamærum ríkjanna.

Ekki er vitað hvort drónanum eða drónunum var flogið alla þess leið yfir rússnesku landsvæði eða hvort tekið var á loft mun nær herstöðinni en vitað er að skemmdarverkarhópar, sem eru hliðhollir Úkraínumönnum, starfa í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim