fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Aron allur að koma til – „Undir Arnari komið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta leggst mjög vel í mig, ég er tilbúinn í þetta,“ sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, við 433.is í dag. Framundan er leikur gegn albanska liðinu Egnatia á morgun.

Um er að ræða leik í 2. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar, en bæði lið féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku.

„Við þurfum að halda tempóinu háu. Þeir eru auðvitað á undirbúningstímabili og vanir að spila í aðeins meiri hita og á lægra tempói,“ sagði Aron um upplegg Víkings á morgun.

video
play-sharp-fill

Víkingur hefur ekki unnið í þremur leikjum í röð, en liðið fylgdi eftir tapi í einvíginu gegn Shamrock í Meistaradeildinni með tapi gegn KA í Bestu deildinni. Hvað hefur vantað upp á?

„Skora mörk fyrst og fremst. Að mörgu leyti hafa þetta verið fínt spilaðir leikir hjá okkur samt. Bara stöngin aðeins út. Mér fannst við bara spila vel á móti KA en nýtum ekki færin okkar. Stundum er það bara þannig. Við bara höldum áfram, erum enn á góðu róli með forskot á toppnum, í bikarúrslitum og eigum góðan séns á að komast í riðlakeppni í Evrópu.“

Aron er að stíga upp úr meiðslum og segir stöðuna á sér fína. „Ég er bara allur að koma til. Það styttist í að ég verði 100 prósent.“

En gerir hann ráð fyrir að byrja leikinn á morgun?

„Það er bara undir Arnari (Gunnlaugssyni þjálfara) komið,“ sagði Aron léttur að lokum.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea

Arsenal mjög óvænt á eftir þessum leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Í gær

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það
433Sport
Í gær

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham
Hide picture