fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 13:26

mynd/Landspítalinn samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-smit hafa skotið upp kollinum á átta deildum Landspítalans og breiðst hratt út. Í tilkynningu frá Landspítalanum nú fyrir stundu kemur fram að allnokkrir sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum. Þá sé einnig talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel dögum saman. Í svari frá Andra Ólafssyni, samskiptafulltrúa Landspítalans, við fyrirspurn DV um stöðu mála  kemur fram að einkenni sýkinganna hafa yfirleitt verið væg og veikindin gengið yfir á stuttum tíma.

Í áðurnefndri tilkynningu kemur fram að í dag, 16. júlí, hafi 32 sjúklingar verið í einangrun vegna Covid á spítalanum í þremur byggingum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Talsverð reynsla er þó komin af glímunni við þennan skaðvald en þetta er þriðja sumarið í röð sem slíkar sýkingar riðla starfinu að einhverju leyti.

Þá kemur fram að frá og með morgundeginum 17. júlí kl.08 verði gripið til eftirfarandi aðgerða:

Á Landspítala munu eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8 og komi til með að gilda í fjóra sólarhringa.

  1. Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar.
  2. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir.
  3. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan.

Þessar reglur taka gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verða endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út