fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2024 13:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamad Kourani, Sýrlendingurinn, sem í dag var dæmdur í 8 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir sex brot, þar á meðal manndrápstilraun og lífshættulega stunguárás gegn tveimur mönnum í versluninni OK Market í marsmánuði síðastliðnum, á langan brotaferil hér á landi.

Þetta er rifjað upp í dómnum sem nú hefur verið birtur á vefsíðu dómstólanna. Sjá hér.

Í dómnum kemur fram að Kourani hefur aldrei stundað atvinnu hér á landi en lifað á hinum opinbera. Hann kom fyrst til landsins árið 2017 og hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2018. Um fyrri brot Kourani segir í dómsorði:

„Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann 19. desember 2017 dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalabrot. Þá var ákærði í Landsrétti 31. mars 2023 dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, brot gegn nálgunarbanni, eignaspjöll, fimm brot gegn valdstjórninni, tvær sprengjuhótanir, skjalafals, vopnalagabrot, umferðarlagabrot og sjö brot gegn sóttvarnarlögum og var með þeim dóm staðfest niðurstaða héraðsdóms 16. júní 2022. Ákærði lauk 12 mánaða afplánun dómsins 26. janúar 2024. Eftir það var hann 14. mars sl. dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, valdstjórnarbrot, sprengjuhótun, tilraun til sprengjuhótunar og umferðarlagabrot. Sætir sá dómur áfrýjun fyrir Landrétti.“

Þá segir um árásina í OK Market:

„Brot ákærða voru framin af ásetningi og var vilji hans til ódæðisverkanna styrkur og einbeittur þegar hann veittist að ósekju og með ofsafengnum hætti að brotaþolum C og D og olli þeim töluverðu líkamstjóni. Ákærði hefur ekki sýnt merki iðrunar eða eftirsjár og ekki reynt að bæta ráð sitt, heldur þvert á móti haldið áfram afbrotum með þeirri háttsemi sem hann er sakfelldur fyrir samkvæmt 5. og 6. ákærulið. Hann á sér engar málsbætur.“

Það var Jónas Jóhannsson héraðsdómari sem kvað upp dóminn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra

Aðgerðasinni truflaði kokteilboð dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“

Steingrímur áhyggjufullur og talar um arfavitlausar aðgerðir – „Ef stjórnvöld vilja ekki hlusta á okkur þá er það þeirra val“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir