fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2024 10:30

Christopher Scholtes ásamt dóttur sinni sem lést

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir í Arizona í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð á tveggja ára dóttur sinni.

Hinn 37 ára gamli Christopher Scholtes lagði fyrir framan heimili sitt í bænum Marana í vikunni en þá var tveggja ára dóttir hans sofnuð í aftursætinu. Þrátt fyrir að gríðarleg hitabylgja væri í fullum gangi, yfir 42 stiga hiti þennan dag, ákvað Scholtes að leyfa dóttur sinni að sofa áfram úti í bílnum og taldi að loftkæling bílsins myndi tryggja að allt yrði í lagi.

Svo virðist hins vegar sem að Scholtes hafi gleymt dóttur sinni í bílnum og að endingu drap bíllinn á sér með hræðilegum afleiðingum.

Þegar móðir stúlkunnar, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur á nærliggjandi sjúkrahúsi, kom heim úr vinnunni kom hún að stúlkunni meðvitundarlausri í bílnum. Endurlífgunartilraunir hennar báru ekki árangur.

Með því að skoða öryggismyndavélar nágranna komast lögreglan að því Scholtes hafði gleymt dóttur sinni í bílnum í þrjár klukkustundir en ekki liggur enn fyrir hvenær slokknaði á loftkælingunni.

Lögregluyfirvöld ytra sögðu harmleikinn enn eitt dæmi um hversu stórhættulegt það er að skilja börn og ferfætlinga eftir í bílum í miklum hita. Lífshættulegar aðstæður geti skapast á aðeins nokkrum mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist