Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona, var afskaplega ánægð í kvöld eftir sigur á Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Ísland er komið í lokakeppni EM með þessum sigri en stelpurnar okkar höfðu betur sannfærandi, 3-0.
,,Tilfinningin er ótrúlega góð og eiginlega ólýsanleg,“ sagði Alexandra eftir sigurinn.
,,Það voru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra, þú sást það þegar að einn Þjóðverji fékk boltann þá voru tveir Íslendingar mættir. Við unnum alla þessa litlu sigra inni á vellinum sem skiptir máli.“
Fullt af ungum og efnilegum knattspyrnukonum frá Símamótinu voru mættar að styðja stelpurnar sem hjálpaði að skapa flotta stemningu.
,,Maður vinnur þessa litlu sigra á vellinum og það tekur öll stúkan undir og það drífur mann áfram í leiknum, þær eiga stóran sigur í þessu.“