fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Sara Björk og Hallbera Guðný heiðraðar í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 12:30

Sara Björk. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða heiðraðar af UEFA fyrir leik Íslands og Þýskalands fyrir að hafa leikið 100 A-landsleiki.

Þær verða heiðraðar sérstaklega áður en þjóðsöngvarnir verða leiknir fyrir leikinn á morgun, föstudag, og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og hylla leikmennina.

KSÍ hafði þegar heiðrað leikmennina fyrir að leika 100 A-landsleiki, en það var gert á 74. ársþingi sambandsins sem haldið var árið 2020.

Hallbera Guðný.

Sara Björk Gunnarsdóttir er fædd árið 1990 og er því 34 ára gömul á þessu ári. Hennar fyrsti A-landsleikur var gegn Slóveníu árið 2007 í undankeppni EM 2009. Á ferli sínum með A-landsliðinu lék hún 145 landsleiki og skoraði í þeim 24 mörk, en hún var lengi fyrirliði liðsins.

Hallbera Guðný Gísladóttir var á 22. aldursári þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2008, gegn Póllandi á Algarve Cup. Hallbera, sem er fædd 1986, lék 131 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 3 mörk.

Miðasala á Ísland-Þýskaland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar