fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn fá að kenna á nýrri taktík Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2024 08:00

Hér sjást rússneskir skriðdrekar áður en Úkraínumenn skutu á þá. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hefur yfirstjórn hersins verið gagnrýnd fyrir þá taktík sem beitt hefur verið. Voru hermenn sendir beint í dauðann og var til dæmis sagt að orustan um Bakmút hefði verið hrein „hakkavél“. Þar voru rússneskir hermenn sendir beint út í opinn dauðann. Taktíkin var að treysta á að með fjöldanum næðist árangur, úkraínsku hermennirnir myndu einfaldlega verða uppiskroppa með skotfæri þegar hermenn streymdu fram í nærri endalausum röðum.

En nú hefur Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, breytt um taktík. Nú sækja Rússar ekki fram í bylgjum eins og áður, nú reyna þeir hægt og rólega að leggja land undir sig með því að þreyta úkraínsku hermennina.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu í umfjöllun sinni um gang stríðsins. Bendir hún á að þessi taktík sé í takt við það sem Pútín sagði þegar hann ávarpaði þjóð sína 8. júní síðastliðinn. Þá sagði hann að rússneskar hersveitir muni sækja hægt og bítandi fram um óákveðinn tíma og Úkraínumenn geti ekki gert neina gagnsóknir, að því að heitið geti, og þannig muni Rússar sigra í stríðinu.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að í maí hafi rúmlega 1.000 rússneskir hermenn fallið eða særst á vígvellinum í Úkraínu á degi hverjum. The New York Times skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast