fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Grímur spyr hvað kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag – „Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á fjögur börn. Það elsta fór inn á húsnæðismarkaðinn fyrir nokkrum árum og er að sprikla þar eins og við hin. Þrjú barna minna eru hins vegar ekki á þessum markaði sem er eiginlega mjög skiljanlegt þar sem pabbi þeirra og mamma eru ekki stóreignafólk sem getur gefið þeim eins og einn bróðurpart í íbúð. En hvað ætli það kosti að kaupa sér íbúð á Íslandi í dag?“

spyr Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna vakti einnig athygli á málinu í færslu sinni í gær.

Sjá einnig: Breki segir samkvæmisleikinn okkur mun dýrari en nágrönnunum – „Þú mátt segja já, nei, svart og hvítt!“

Grímur ber Danmörku og Ísland saman hvað varðar lánakjör á húsnæðismarkaði. Og tekur dæmi um 60 milljón króna eign, þar sem útborgun er 10 milljónir króna og lán til 30 ára. Tekið er dæmi af verðtryggðu láni og óverðtryggðu á Íslandi en í Danmörku er um óverðtryggt lán að ræða (enda annað ekki í boði frekar en á nokkrum öðrum stað í heiminum).

„Mánaðarleg afborgun í Danmörku af 50 m.kr. láni er 235.465 kr. en 256.689 kr. á verðtryggðu láni á Íslandi en 395.107 kr. á óverðtryggðu. Það hljómar ekkert svo illa að borga rétt 9% meira á Íslandi á mánuði en það er auðvitað bara hálf sagan. 

Eins og öll vita að þá þýðir verðtryggingin að afborganir af lánum eru bara vextir 90% af lánatímanum. Því er mikilvægt að bera saman hvað maður á endanum borgar til lánastofnana. Í Danmörku greiðir lántakinn í þessu dæmi 96,4 m.kr. á þessum 30 árum. Óverðtryggða lánið kostar á Íslandi 189,6 m.kr. og það verðtryggða 231 m.kr.

Mynd: Facebook

Grímur segir lántakanda á Íslandi sem tekur óverðtryggt lán þannig þurfa að borga 97% meira til lánastofnunarinnar en lántaki í Danmörku. 

„Hann þarf í ofanálag að borga 68% hærri afborganir en sá danski. Hafi hann tekið verðtryggt lán þarf hann að borga 140% meira til lánastofnunarinnar en sá sem tók lánið í Danmörku. Greiðslubyrði á mánuði er 9% hærri en í Danmörku og það eru því margir sem velja leið verðtryggingarinnar enda auðveldara að borga 257 þúsund á mánuði en 395 þúsund. En lánastofnanirnar fá rúmum 142 m.kr. meira á þessum viðskiptum en kollegar þeirra í Danmörku,“ segir Grímur.

Mynd: Facebook

„Hér má sjá hvernig komið er fyrir okkur hér í faðmi íslenskrar krónu og sérgæslumanna sem hér fara með öll völd og virðast ekki hugsa um neitt annað en sína prívathagsmuni í bland við furðulega þjóðernisást. En það er samt alls ekki tímabært að ræða gjaldmiðilinn og aðild að Evrópusambandinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast