fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. júlí 2024 17:30

Draumar Gavin Plumb um svívirðileg myrkraverk rættust ekki. Hann fær þó að gjalda þeirra á bak við lás og slá

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Plumb, 37 ára öryggisvörður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa ráðgert að ræna einni af þekktari sjónvarpsstjörnum Breta, Holly Willoughby, nauðga henni og drepa. Plumb þarf að sitja inni í að lágmarki 15 ár en ráðabrugg hans var sagt svo viðurstyggilegt að aðeins lítill hluti þess hefur verið gerður opinber.

Þegar Plumb, sem er tveggja barna faðir, var handtekinn var hann með meira en  10 þúsund myndir sjónvarpskonunni í snjallsíma sínum,

Þreyttur á því að dreyma og vildi fremja ódæðið

Í dómstólnum kom fram að Plumb hafði vakið athygli lögreglumanna í Bandaríkjunum fyrir að tjá sig fjálglega um áform sín í spjallsíðu á netinu þar sem ýmis myrkraverk voru rædd. Sagðist Plumb dreyma um að ráðast að Willoughby, svæfa hana með klóróformi og síðan hugðist hann að draga hana ofan í kjallara þar sem enginn gæti heyrt í henni, nauðga henni þar og síðan drepa. Sagði hann meðal annars á spjallsíðunni að hann væri orðinn þreyttur á því að láta sig dreyma um ódæðið, brátt vildi hann láta verða af því.

Átti Plumb nokkur samtöl við lögreglumann sem þóttist hafa áhuga á sjúkum hugarórum hans og var sú vinna lykillinn að því að upp komst um áform níðingsins.

Ætlaði að fá flugumann til að aðstoða

Þegar Plumb var handtekinn fundust vopn á heimili hans sem og margvíslegur búnaður sem nauðsynlegur væri til þess að koma áætlunum ahns í verk. Þá kom í ljós að hann hafði einnig sett sig í samband við flugumann frá Bandaríkjunum og hafði skoðað þann möguleika að fljúga honum til Bretlands til þess að hjálpa sér við að ræna og drepa Wolloughby.

Holly Willoughby er ein af þekktari sjónvarpsstjörnum Breta

Plumb sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp. Starði tómum augum á dómarann og klóraði sér í kinninni. Stuttu síðar sneri hann sér þó að kvenkyns öryggisverði og muldraði að hann hefði núna 15 ár til að drepa sjálfan sig.

Hafði gríðarleg áhrif á stjörnuna

Við dómsuppkvaðningu hrósaði dómari málsins Willoughby fyrir að hafna þeim rétti sínum að nafn hennar kæmi ekki fram í dómsskj0lum. Það gerði hún til að vekja athygli á málinu og tryggja að af því væru fluttar fréttir. Tilgangurinn væri að opna augu fólks fyrir þeim margvíslegu ógnum sem konur, sem aðeins eru að sinna vinnu sinni, geta orðið fyrir.

Þó var vitnisburður hennar, um þau áhrif sem málið hefði haft á hana, fyrir dómi ekki gerður opinber. Eðli málsins samkvæmt var um gríðarlegt áfall að ræða fyrir Willoughby.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Í gær

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni

Þekktur leikstjóri í Hollywood myrtur í nótt ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“

„Maður þarf að breyta öllu lífi sínu, óbreyttur maður fer aftur að drekka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn