fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Anna Bretaprinsessa flutt með hraði á spítala eftir slys

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. júní 2024 14:15

Anna prinsessa mætti í sínu fínasta pússi á Ascot-kappreiðarnar um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Bretaprinsessa, systir Karls Bretakonungs, var flutt með hraði á spítala í gærkvöldi. Breskir fjölmiðlar greina frá því að hestur hafi slasað prinsessuna en nánari atvikalýsing liggur ekki fyrir. Talið er að prinsessan hafi verið í kvöldgöngu á sveitasetri sínu Gatcombe Park í Gloucester-skíri þegar óhappið varð. Segja bresku miðlarnir að áverkar prinessunar hafi rímað við það hestur hafi sparkað í hana.

Á prinsessan að hafa hlotið heilahristing sem og önnur smávægileg meiðsli. Talið er að hún muni ná fullum bata en þurfi að taka sér einhverja hvíld frá konunglegum skyldustörfum sínum. Meðal annars var fyrirhugað að prinsessan færi í opinbera heimsókn til Kanada í vikunni. Er hún einn iðnasti og sýnilegasti meðlimur konungsfjölskyldunnar, sérstaklega eftir að Karl Bretakonungur og Vilhjálmur prins þurftu að draga sig aðeins í hlé vegna veikinda konungs og Katrínar Bretaprinsessu.

Anna, sem er 73 ára gömul,  lifir og hrærist í hestamennsku en hún keppti meðal annars í reiðfimi á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin

Vilja nefna flugvöllinn í Birmingham eftir Ozzy Osbourne – Undirskriftasöfnun hafin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“

Golli svarar athugasemd Margrétar – „Ég skil starf mitt og vel það af ástæðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27