Hann ræðir venjulega ekki um samband þeirra opinberlega svo það er óhætt að segja að athugasemdir hans hafi veitt aðdáendum sjaldséða innsýn í líf þeirra.
Affleck var gestur Kevin Hart í spjallþættinum Hart to Heart á dögunum.
Hann sagði að það hafi verið „fokking sturlað“ að aðlagast frægðarsól eiginkonu sinnar, sem svífur talsvert hærra en hans þó þau séu bæði þekktir einstaklingar.
„Fólk elskar hana og hún merkir eitthvað mjög mikilvægt fyrir fólki,“ sagði hann.
„Við mig er fólk bara svona: „Hey, mér fannst myndin þín góð.“ En við hana eru þau alveg: „AAAAAH! J-LO!“ öskraði hann.
„Þetta er ótrúlegt, veistu hvað ég meina.“
Hann sagði einnig frá atviki þegar hann, Jennifer og börnin þeirra þurftu að ganga í gegnum Times Square og allt varð vitlaust. Hann byrjar að ræða um sambandið á mínútu 1:10 í spilaranum hér að neðan.
Ben Affleck on Kevin Hart’s ‘Hart To Heart,’ now streaming on Peacock. pic.twitter.com/fTnoyZQE5f
— Bennifer Updates (@BenniferUpdates) June 21, 2024
Affleck ræddi einnig um paparazzi myndirnar af honum sem hafa vakið mikla athygli, þar sem hann virðist alltaf vera hundfúll á svipinn. Hann sagði að hann virkaði oft fúll á myndum því hann er „smá feiminn.“
„Ég er ekki hrifinn af svona mikilli athygli. Þess vegna sér fólk mig og er alveg: „Af hverju er þessi gaur alltaf reiður?“ Því einhver var með myndavélina sína framan í mér,“ sagði hann.
Leikarinn tjáði sig ekkert um hvort það væru vandræði í paradís eða ekki, en orðrómur um yfirvonandi skilnað hefur verið hávær undanfarið. En samkvæmt Page Six var þátturinn að öllum líkindum tekinn upp áður en hjónin fluttu í sundur.