fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

„Stríð Pútíns nálgast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 08:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í Evrópu og Bandaríkjunum – og einnig í Rússlandi – gerir fólk sér grein fyrir að ef Rússum tekst að sigra í stríðinu í Úkraínu, munu Úkraínumenn, með stuðningi Pólverja, Eystrasaltsríkjanna og fleiri, skipta yfir í skæruhernað sem getur varað í áratugi og dregið allan mátt úr Rússland, eins og gerðist þegar franska nýlenduveldið beið ósigur í Alsír fyrir 60 árum.“

Svona hefst grein eftir Per Nyholm, fyrrum blaðamann hjá Jótlandspóstinum en hann sérhæfði sig í erlendum fréttum og stríðsfréttum, í Jótlandspóstinum um síðustu helgi.

Hann bendir á að hrollur hafi farið um Norðurlöndin nýlega þegar Rússar viðruðu óánægju sína með hvernig landamærin eru dregin í Eystrasalti. Þeir tóku þá upp fjölda bauja í Narvaen, sem er á á milli Eistlands og Rússlands. Hann bendir á að enginn á Vesturlöndum hafi tekið þetta sem hótun því rússneski herinn sá svo upptekinn í Úkraínu. Margir telji sig þó sjá tengsl á milli þeirra blöndu sálfræði og blendingshernaðar sem Kreml beitti í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu í febrúar 2022.

Hann segir að Rússar reyni að hræða almenning og stjórnmálamenn í ríkjunum við Eystrasalt. Kremlverjar vilji koma í veg fyrir að Úkraínumenn beiti vestrænum vopnum innan rússnesku landamæranna.

„Kreml segir óbeint að ef stríðinu í Úkraínu lýkur ekki fljótlega á þann hátt sem Pútín krefst, það er að segja með ósigri Úkraínu og endalokum fullveldis og lýðræðis sem evrópskt lýðveldi, geti átökin borist til Eystrasaltsins og Norðurlandanna. Svipaður boðskapur fylgdi röð kjarnorkuvopnaæfinga sem Rússar stóðu fyrir til að hafa áhrif á alþjóðlegu friðarráðstefnuna í Sviss,“ skrifar hann.

Nyholm bendir á að Vesturlönd standi við bakið á Úkraínu sem framtíðarmeðlimi í bæði NATÓ og ESB og nú sjáist að miklar vopnasendingar síðustu vikna séu byrjaðar að skila árangri. Sókn Rússa í Kharkiv gangi ekki eins vel og vonast var til, árásir Úkraínumanna á rússneska herinn haldi áfram og færist í aukana.

„Ögranir Rússa í Eystrasalit eiga að sýna Norðurlöndunum að stríðið í Úkraínu nálgast. Fram að þessu hefur það verið þarna allan tímann í formi Kalíningrad og hins veikburða Suwalki-andyris sem tengir Póland við Litháen, Lettland og Eistland. Stríðið kemur ekki endilega en ríkin í Norður-Evrópu undirbúa sig til að geta forðast það, meira að segja hið hikandi Þýskaland. Hin strategíska hugsun er að Vesturlönd vopni Úkraínumenn svo vel að þeir geti haldið núverandi víglínu í austurhluta landsins fram á sumar 2025. Eftir það mun Úkraína, með skilyrðislausum stuðningi Vesturlanda, þar á meðal orustuþotum og langdrægum flugskeytum sem eru notuð gegn hernaðarlegum skotmörkum í Rússlandi og þeim svæðum sem Rússar hafa hertekið, hafa burði til að snúa gagni stríðsins og næstu fjögur, fimm árin valda Pútín svo miklu tjóni, bæði í mannafla, hergögnum og efnahagslegu, að hann mun gefast upp,“ skrifar Nyholm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann

Systir Kim Jong-un segir að Trump verði að sætta sig við raunveruleikann
Fréttir
Í gær

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“

Segir að loka eigi Reynisfjöru þegar aðstæður krefjast – „Afþakka ég skítakomment og skammir í garð þeirra sem hafa farist í Reynisfjöru“
Fréttir
Í gær

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“

Íslendingur segist hafa reynt að gleyma Kárahnjúkum – „Impregilo vissi nákvæmlega hvað þeir voru að gera – spara peninga“
Fréttir
Í gær

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun

Olís sektað fyrir fullyrðingu um kolefnisjöfnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli