fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Mörg ríki hafa veitt Úkraínumönnum heimild til að nota vopnagjafir þeirra til árása á rússneskt landsvæði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 04:06

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. maí hóf rússneski herinn nýja sókn í Kharkivhéraðinu í Úkraínu en það liggur upp að Rússlandi. Á nokkrum dögum náði rússneski herinn að sækja 10 km fram í héraðinu. Sérfræðingar segja að ástæðan fyrir þessum árangri Rússana sé að stórum hluta vegna svifsprengna sem þeir nota af miklum móð.

Framsókn Rússanna varð til þess að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hvatt Vesturlönd enn einu sinni til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopnagjafir frá Vesturlöndum til árása á rússneskt landsvæði. Þannig geti þeir tekist á við sókn Rússana.

Umræðan um þetta fór á mikið flug í síðustu viku, ekki síst eftir að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, hvatti aðildarríki bandalagsins til að heimila Úkraínumönnum að nota vopnagjafirnar til árása á rússneskt landsvæði.

Nú hafa Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland og Frakkland veitt Úkraínumönnum heimild til að gera þetta.

Kenneth Buhl, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þessi ákvörðun geti „breytt styrkleikahlutföllunum“ á milli Úkraínu og Rússlands og haft afgerandi áhrif á þróun mála í Kharkiv.

Hann sagði að þessi ákvörðun vestrænna ríkja geti meðal annars skipt máli varðandi svifsprengjurnar sem Rússar hafa notað af miklum móð síðustu mánuði. Framvegis eigi Úkraínumenn meiri möguleika á að flugvélarnar sem fljúga með svifsprengjurnar inn yfir Úkraínu. Það muni breyta styrkleikahlutföllunum mikið. Fram að þessu hafi Rússar næstum verið í skjóli á rússnesku landsvæði og því muni það hafa mikil áhrif að nú mega Úkraínumenn nota vestrænar vopnagjafir til árása á rússneskt landsvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum