fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Mörg ríki hafa veitt Úkraínumönnum heimild til að nota vopnagjafir þeirra til árása á rússneskt landsvæði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. júní 2024 04:06

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. maí hóf rússneski herinn nýja sókn í Kharkivhéraðinu í Úkraínu en það liggur upp að Rússlandi. Á nokkrum dögum náði rússneski herinn að sækja 10 km fram í héraðinu. Sérfræðingar segja að ástæðan fyrir þessum árangri Rússana sé að stórum hluta vegna svifsprengna sem þeir nota af miklum móð.

Framsókn Rússanna varð til þess að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hvatt Vesturlönd enn einu sinni til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopnagjafir frá Vesturlöndum til árása á rússneskt landsvæði. Þannig geti þeir tekist á við sókn Rússana.

Umræðan um þetta fór á mikið flug í síðustu viku, ekki síst eftir að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATÓ, hvatti aðildarríki bandalagsins til að heimila Úkraínumönnum að nota vopnagjafirnar til árása á rússneskt landsvæði.

Nú hafa Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland og Frakkland veitt Úkraínumönnum heimild til að gera þetta.

Kenneth Buhl, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þessi ákvörðun geti „breytt styrkleikahlutföllunum“ á milli Úkraínu og Rússlands og haft afgerandi áhrif á þróun mála í Kharkiv.

Hann sagði að þessi ákvörðun vestrænna ríkja geti meðal annars skipt máli varðandi svifsprengjurnar sem Rússar hafa notað af miklum móð síðustu mánuði. Framvegis eigi Úkraínumenn meiri möguleika á að flugvélarnar sem fljúga með svifsprengjurnar inn yfir Úkraínu. Það muni breyta styrkleikahlutföllunum mikið. Fram að þessu hafi Rússar næstum verið í skjóli á rússnesku landsvæði og því muni það hafa mikil áhrif að nú mega Úkraínumenn nota vestrænar vopnagjafir til árása á rússneskt landsvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi