fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Ætla að banna öllum Ísraelsmönnum að heimsækja landið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Maldíveyjum í Indlandshafi ætla að banna öllum ísraelskum ferðamönnum að heimsækja eyjarnar. Þetta hafa stjórnvöld ákveðið að gera sem viðbragð við árásum Ísraelshers á Gaza.

Maldíveyjar – margrómaðar fyrir hvítar strendur og kristaltæran sjó – hafa notið nokkurra vinsælda meðal ísraelskra ferðamanna, en um ellefu þúsund Ísraelsmenn heimsóttu eyjarnar á síðasta ári.

Mohamed Muizzu, forseti Maldíveyja, segir að vinna við þetta sé þegar farin í gang og standa vonir til þess að ný lög taki gildi áður en langt um líður. Þá hafa stjórnvöld ákveðið samhliða að hefja söfnun fyrir íbúa á Gaza.

Oren Marmorstein, talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, hefur hvatt þá Ísraelsmenn sem eru á eyjunum að yfirgefa þær og þá hefur hann hvatt aðra erlenda ríkisborgara til að gera það sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina