fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Þess vegna ráðast Úkraínumenn á risaratsjár Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 06:30

Rússnesk risaratsjá í Voronezh-M. Mynd:Wikimedia Commons/Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmenn innan úkraínsku leyniþjónustunnar skýrðu nýlega tveimur úkraínskum fjölmiðlum og Reuters fréttastofunni frá því að leyniþjónustan hafi á tæpri viku gert drónaárásir á tvær rússneskar Voroznezh-ratsjár. Þetta eru risastórar og langdrægar ratsjár.

Önnur þeirra er í Krasnodar og hafa myndir verið birtar sem sýna tjón á byggingum. Hin er í Orenburg, við afgönsku landamærin. Ekki er vitað um hversu miklar skemmdir urðu þar.

Þessar ratsjár geta meðal annars fylgst með langdrægum eldflaugum og flugumferð í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þær gegna einnig hlutverki í eftirliti Rússa með hugsanlegum kjarnorkuvopnaárásum á landið að sögn Thord Are Iversen, óháðs hernaðarsérfræðings, sem ræddi við Reuters.

Heimildarmennirnir, innan úkraínsku leyniþjónustunnar, sögðu að ástæðan fyrir árásunum á ratsjárnar sé að þær séu notaðar til að fylgjast með úkraínska hernum.

Mykola Bieliskov, úkraínskur sérfræðingur í varnarmálum, sagði í raun geti báðar þessar ástæður legið að baki árásunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri

Bilun í Íslandsbanka – Vefur og app liggja niðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“

Landsmenn slegnir og spyrja áleitinna spurninga eftir að 9 ára stúlka lést í Reynisfjöru – „Hver ber ábyrgð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála

Kvaddi sér hljóðs í óþökk leiðsögumanns út af „lygasögu“ um sjálfstæði Íslands – Ekki eru þó allir sammála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina