fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Þess vegna ráðast Úkraínumenn á risaratsjár Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 06:30

Rússnesk risaratsjá í Voronezh-M. Mynd:Wikimedia Commons/Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmenn innan úkraínsku leyniþjónustunnar skýrðu nýlega tveimur úkraínskum fjölmiðlum og Reuters fréttastofunni frá því að leyniþjónustan hafi á tæpri viku gert drónaárásir á tvær rússneskar Voroznezh-ratsjár. Þetta eru risastórar og langdrægar ratsjár.

Önnur þeirra er í Krasnodar og hafa myndir verið birtar sem sýna tjón á byggingum. Hin er í Orenburg, við afgönsku landamærin. Ekki er vitað um hversu miklar skemmdir urðu þar.

Þessar ratsjár geta meðal annars fylgst með langdrægum eldflaugum og flugumferð í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Þær gegna einnig hlutverki í eftirliti Rússa með hugsanlegum kjarnorkuvopnaárásum á landið að sögn Thord Are Iversen, óháðs hernaðarsérfræðings, sem ræddi við Reuters.

Heimildarmennirnir, innan úkraínsku leyniþjónustunnar, sögðu að ástæðan fyrir árásunum á ratsjárnar sé að þær séu notaðar til að fylgjast með úkraínska hernum.

Mykola Bieliskov, úkraínskur sérfræðingur í varnarmálum, sagði í raun geti báðar þessar ástæður legið að baki árásunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Í gær

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“