Það bendir margt til þess að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Halla er með nokkuð gott forskot þegar hátt í helmingur atkvæða hefur verið talinn en hennar helsti keppinautur, Katrín Jakobsdóttir, stendur henni nokkuð að baki.
Halla er með eigin Wikipedia-síðu sem notendur geta breytt og vekur það athygli að það er búið að breyta síðunni. Er þar nú fullyrt að Halla verði næsti forseti Íslands eins og sjá á meðfylgjandi skjáskoti.