fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Úkraínskir hermenn fá fimm daga frí ef þeir ná að eyðileggja rússneska flugvél

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 06:30

Rússnesk herþota sem Úkraínumenn skutu niður. Mynd:Tiktok/vasyaba7

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska ráðherraráðið hefur samþykkt að úkraínskir hermenn, sem ná að eyðileggja rússnesk hertól, fái auka frídaga.

Úkraínskir hermenn hafa verið undir miklu álagi síðustu mánuði en Rússar hafa sótt hart að þeim.

Nú vilja stjórnmálamennirnir reyna að verðlauna stríðsþreytta hermenn.

TV2 segir að á heimasíðu ráðherraráðsins komi fram að hermenn fái fimm daga frí ef staðfest er að þeir hafi eyðilagt rússneska flugvél eða skip. Þeir fá fjögurra daga frí ef þeim tekst að eyðileggja loftvarnarkerfi eða þyrlu og þriggja daga frí ef þeir eyðileggja skriðdreka eða brynvarið fólksflutningaökutæki.

Skemmri frí verða í boði fyrir að eyðileggja aðrar tegundir hertóla, til dæmis Shahed dróna eða óbrynvarin ökutæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins