fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar senda skýra aðvörun til Vesturlanda með kjarnorkuvopnaæfingu sinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 07:00

Kjarnorkusprengja. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjarnorkuvopnaspilinu er sífellt verið að blekkja en svo mikið er lagt undir að enginn hefur efni á að líta af spilaborðinu. Þetta á einnig við um kjarnorkuvopnaæfingu, sem Rússar hófu í síðustu viku. Þar æfa þeir meðal annars notkun vígvallarkjarnorkuvopna.

Rússnesk stjórnvöld hafa gert ríkjum heims, þá sérstaklega Vesturlöndum, það ljóst að þetta sé aðvörun til meðal annars Frakklands og Bretlands en ríkin hafa opnað á möguleikann að senda hermenn til Úkraínu og að heimila Úkraínumönnum að nota langdræg vopn til árása á rússneskt landsvæði.

Nikolai Sokov, sérfræðingur hjá hugveitunni Vienna Center for Disarmament and Non-Proliferation sem einbeitir sér að vopnaeftirlit, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að æfingar af þessari tegund séu ekki sjaldgæfar í sjálfu sér. Það geri þessa æfingu þó sjaldgæfa að hans sögn hvernig hún var kynnt til sögunnar á pólitískum vettvangi sem og hvernig áróðurinn í kringum hana hefur verið.

Hann sagði að það sem sé nýtt í tengslum við æfinguna sé hversu mikla opinbera athygli hún hefur fengið. Pútín hafi tilkynnt um hana og fjallað hafi verið um hana í sjónvarpi og  önnur umfjöllun hafi einnig komið til.

„Þetta eru nokkuð týpísk skilaboð með kjarnorkuvopnum. Rússar hafa séð eitthvað sem þeir telja hættulegt og senda skilaboð um að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er nánast eftir kenningunni um að senda skilaboð með kjarnorkuvopnum,“ sagði Sokov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast