fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Orri Steinn orðaður við Evrópudeildarmeistarana í virtum miðli – Líkt við leikmann Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 09:27

Orri Steinn og Erling Haaland. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er orðaður við nýkrýnda Evrópudeildarmeistara Atalanta í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport í dag.

Orri, sem verður tvítugur í lok sumars, þykir afar spennandi leikmaður en hann er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Þar skoraði hann 14 mörk á nýafstöðnu tímabili.

Gazzetta dello Sport líkir honum við Rasmus Hojlund, framherja Manchester United, sem var einmitt keyptur frá Atalanta í fyrra. Þá bendir blaðið á að hann sé hjá sömu umboðsskrifstofu (CAA Stellar) og Gianluca Scamacca, leikmaður liðsins.

Samningur Orra við FCK gildir út næstu leiktíð. Hann er metinn á 2 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt og því vel viðráðanlegt fyrir Atalanta að fá hann.

Atalanta vann sem fyrr segir Evrópudeildina á dögunum. Þá hafnaði liðið í fjórða sæti Serie A. Verður það þátttakandi í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og því án efa mjög spennandi áfangastaður fyrir Orra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth