fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Rúnar brattur þrátt fyrir erfitt gengi – „Vonandi breytist það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, viðurkennir að hans lið hefði ekki getað fengið mikið erfiðara verkefni en að mæta Víkingi í 8-liða úrslit Mjólkurbikar karla.

Rúnar ræddi við 433.is eftir að dregið var í 8-liða úrslitin í Laugardalnum í gær. Víkingur hefur unnið bikarinn undanfarin þrjú ár og einnig 2019, en keppnin var blásin af 2020 vegna kórónuveirunnar.

„Það gerist ekki erfiðara en það er bara gaman. Ég hef alltaf trú á mínum mönnum. Þetta er ólík keppni og við gerum okkar besta í að stöðva þeirra vegferð í bikarnum. Það getur allt gerst í þessari keppni,“ sagði Rúnar.

video
play-sharp-fill

Hans menn hafa átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni og eru aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. Rúnar hefur þó fulla trú á að liðið snúi blaðinu við, frammistöðurnar gefi það til kynna.

„Ég hef talað um það að við höfum spilað marga þessa leiki mjög vel en ekkert fengið út úr því. Vonandi breytist það. Það gerist ekkert að sjálfu sér. Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum og það er ekkert minna núna. Það er ekkert launungarmál að við þurfum að fara að fá stig.

En það er enn þá maí og við höldum áfram. Við reynum að byggja ofan á frammistöðurnar sem við höfum fengið. Við þurfum að reyna að loka fyrir markið okkar. Við erum að fá allt of ódýr mörk á okkur, sem er alls ekki nógu gott,“ sagði Rúnar.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
Hide picture