fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Kristján Óli ómyrkur í máli og lætur hann heyra það fyrir þessa ákvörðun í gær – „Það er ófyrirgefanlegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 08:30

Kristján Óli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í Bestu deild karla í gær. Gestirnir úr Garðabænum fengu færi til að jafna þegar leið á leikinn en nýttu sér það ekki.

Patrik Johannesen og Jason Daði Svanþórsson gerðu mörk Blika í gær en Emil Atlason minnkaði muninn fyrir Stjörnuna úr víti sem Örvar Eggertsson krækti í. Örvar var einmitt til umræðu í Þungavigtinni en þar vildu menn sjá hann gera mun betur þegar gestirnir voru í álitlegri sókn í seinni hálfleik.

Besta deildin Stjarnan
Mynd: DV/KSJ

„Þeir fengu fína sénsa til að jafna, sérstaklega þegar það voru þrír varnarmenn Blika eftir á móti einhverjum fimm sóknarmönnum Stjörnunnar. En Örvar Eggertsson, leiksskilingurinn hans er oft ekki upp á tíu,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sem vildi, eins og margir, sjá Örvar gefa boltann.

„Það er svakalegt að gefa ekki boltann þarna,“ skaut Ríkharð Óskar Guðnason inn í áður en Kristján tók til máls á ný.

„Það er ófyrirgefanlegt. Þá hefði Baldur verið einn á móti markmanni,“ sagði hann.

Úrslitin þýða að Blikar halda í við Víkinga á toppi deildarinnar, eru með 15 stig en þremur stigum munar á liðinum. Stjarnan er í áttunda sæti með 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Í gær

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss