fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Segja hugsanlegt að Rússar hafi sent geimvopn á braut um jörðu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 18:30

Gervihnöttur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon segir að Rússar hafi hugsanlega sent geimvopn á braut um jörðu í síðustu viku. Þetta vopn, ef rétt reynist, getur hæft aðra gervihnetti.

Pat Ryder, talsmaður ráðuneytisins, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að þessu hugsanlega vopni hafi verið skotið á loft 16. maí en það þýðir að það er nú á sömu braut og bandarískur gervihnöttur. Dpa skýrir frá þessu.

Þegar Ryder var spurður hvort þetta hugsanlega vopn, sem er í formi gervihnattar, sé ógn við Bandaríkin sagði hann: „Þetta er geimvopn sem er á sömu braut og gervihnöttur sem tilheyrir bandarískum stjórnvöldum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar hafa sent geimvopn á braut um jörðina en það gerðu þeir einnig 2019 og 2022 að sögn Pentagon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli