fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Bruno Fernandes sendir ástarkveðju til Jóhanns Berg

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United sendi í gær ástarkveðju til Jóhanns Berg Guðmundssonar eftir að hann lék sinn síðasta leik fyrir Burnley á sunnudag.

Jóhann kvaddi Burnley eftir átta ár hjá félaginu en athygli vakti að börn Bruno voru með Jóhanni eftir leik þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Burnley

Getty Images

Bruno birti myndina á Instagram síðu sinni og sendi hjarta með til Jóhanns.

Eiginkona Bruno var einnig mætt á völlinn og var dugleg að birta myndir á Instagram síðu sinni þar sem Burnley tapaði gegn Nottingham Forest í síðust umferð. Liðið féll úr ensku deildinni í ár.

Mikill vinskapur virðist vera á milli Jóhanns og Bruno en þeir hafa verið búsettir á sama svæðinu undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina