fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hafa líka áhuga á Alisson og undirbúa svakalegt tilboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 12:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sádiarabíska deildin er með Alisson Becker, markvörð Liverpool, á blaði fyrir sumarið. Það er ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti sem segir frá þessu.

Sádar ætla að sækja markvörð í heimsklassa í sumar en Ederson, markvörður Manchester City, hefur einnig verið orðaður við deildina.

Alisson og Ederson hafa verið meðal fremstu markvarða ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár.

Alisson er samningsbundinn Liverpool til 2027 en Galetti segir Sáda ætla að reyna að freista hans með svakalegu samningstilboði.

Stjörnur hafa streymt til Sádi-Arabíu undanfarið í kjölfar þess að Cristiano Ronaldo fór þangað fyrir um einu og hálfu ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina