fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Toni Kroos að leggja skóna á hilluna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 10:56

Toni Kroos. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór tíðindi hafa borist úr knattspyrnuheiminum því Toni Kroos er að leggja skóna á hilluna.

Þessi miðjumaður Real Madrid er á leið á EM með þýska landsliðinu, þar sem það er á heimavelli.

Hann mun svo leggja skóna á hilluna þegar samningur hans í Madríd rennur út.

Hinn 34 ára gamli Kroos hefur verið hjá Real Madrid í tíu ár og átt magnaðan feril. Hefur hann til að mynda unnið Meistaradeildina fimm sinnum.

Þar áður var kappinn á mála hjá Bayern Munchen en hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014.

„Eins og ég sagði alltaf verður Real Madrid síðasta félagið sem ég spila fyrir. Daginn sem ég var kynntur til leiks hjá Real Madrid breyttist líf mitt. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma,“ segir Kroos meðal annars í bréfi til stuðningsmanna Real Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Í gær

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri