fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Svona hefði stöðutaflan á Englandi litið út án VAR

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 10:30

Úr leik Newcastle og Arsenal á leiktíðinni. Fyrrnefnda liðið væri tryggt í Evrópu án VAR. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VAR var mikið á milli tannanna á fólki á leiktíðinni sem var að klárast í ensku úrvalsdeildinnni en breska götublaðið The Sun tók saman hvernig stöðutaflan hefði litið út án tækninnar.

Það er ekkert stórt sem breytist þó VAR ákvarðanir séu teknar út fyrir sviga. Efstu fimm líta alveg eins út, sem og liðin sem falla í B-deildina.

Newcastle hefði þó náð Evrópusæti án VAR. Liðið á hins vegar enn möguleika á að fara í Sambandsdeildina ef Manchester United mistekst að vinna enska bikarinn um helgina. Liðið mætir grönnum sínum í City í úrslitaleiknum.

Brighton fékk að kenna illa á VAR og hefði fengið fimm stigum meira án þess. Liðið væri þó aðeins sæti ofar.

Það er ekki ljóst hvort VAR verði notað í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Wolves lagði fram breytingartillögu á dögunum um að hætta með kerfið en 14 lið af 20 þurfa að samþykkja svo það gangi í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur