fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox var gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football fyrir helgi en hann er leikmaður Vals í efstu deild hér heima.

Kristófer var öflugur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og getur undirritaður staðfest það eftir mörg ár saman í yngri flokkum KR.

Kristófer tók umdeilda ákvörðun fyrir ekki svo löngu er hann ákvað að hætta að halda með liði Chelsea og er í dag kallaður ‘harðasti Manchester City maður landsins’ af mörgum.

Á sínum yngri árum var Kristófer mikill stuðningsmaður Chelsea og hélt mikið upp á fyrrum sóknarmanninn Didier Drogba sem gerði garðinn frægan með þeim bláklæddu.

Kristófer fer yfir þá ákvörðun að skipta um lið í Dr. Football en hann viðurkennir að hafa fylgst takmarkað með fótboltanum síðustu ár.

Það er afskaplega umdeild ákvörðun á meðal margra að skipta um lið í ensku úrvalsdeildinni en Kristófer hafði þetta að segja um ákvörðunina.

,,Ég var harður Chelsea maður þegar ég var bara krakki, þegar Eiður fer í Chelsea þá varð ég fan svona 2003. Ég er rosalega mikill Drogba maður og held mikið upp á hann. Frank Lampard og John Terry og allir þessir gæjar, það tímabil var ég harður Chelsea maður,“ sagði Kristófer.

,,Síðastliðin 10 ár, ég fylgist þannig séð ekkert með enska. Þetta byrjaði þannig að, ég náttúrulega fylgist ekkert með boltanum, ekki með Chelsea og ekki með City bara engu en Kári Jónsson og Callum Lawson eru svo harðir Arsenal menn þannig að hvort það hafi verið í hittifyrra sem þetta byrjaði, þeir voru alltaf að mæta í Arsenal treyjum og ég vissi ekkert hvað væri í gangi í deildinni og byrjaði með smá banter.

,,Ég sá að City voru efstir og Chelsea gat ekki neitt og svo hægt og rólega þá var ég kominn svo djúpt inn í þetta og var svo invested og var byrjaður að horfa á City leiki og fylgjast með stöðunni. Ég er actually orðinn fan að leikmönnum og liðinu, mér er drullusama um Chelsea í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift