fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir Gylfa setja allt í botn með Tækniþjálfun – „Köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var í vikunni kynntur sem nýr aðili að Tækniþjálfun en hann og Viktor Unnar Illugason ganga til liðs við Ingólf Sigurðsson sem stofnaði fyrirtækið.

Ingólfur hefur verið með fyrirtækið undanfarið þar sem ungir krakkar koma og fá einstaklingsmiðaða þjálfun en fyrirtækið heitir nú Tækniþjálfun Gylfa Sig.

Gylfi gekk í raðir Vals í vor og hefur byrjað frábærlega í Bestu deildinni, þessi besti landsliðsmaður í sögu Íslands ætlar nú að miðla þekkingu sinni til barna hér á landi.

„Við sammælumst um að bæta við Gylfa Sig nafninu, hann á þetta alveg skilið,“ sagði Ingólfur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Ingólfur segir að Gylfi vilji gera hlutina almennilega. „Hann er allur inn og vill vera á öllum æfingum sem við verðum með. Við erum mikið að ræða hvernig þetta verður sett upp, köstum á milli hugmyndum og hann er fremstur í flokki.“

Ingólfur segir að farið verði yfir alla þá hluti sem koma að tækni. „Við erum að taka allan pakkann, tækni. Þetta geta verið móttökur, knattrak, farið í gegnum skot. Það væri áhugavert fyrir krakka að fá kennslu frá Gylfa hvernig á að lúðra í boltann.“

„Það er gaman að sjá hversu mikinn áhuga hann hefur á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?