fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Áfrýjun ekki líkleg til árangurs – Arnar vildi leysa málið utan dómstóla

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort KA muni una niðurstöðu í dómsmáli Arnars Grétarssonar gegn félaginu, 433.is hefur fengið staðfest að félagið íhuga alvarlega að áfrýja málinu. Lögfræðingar segja þó í samtali að miðað við dóminn sé hæpið að KA nái einhverju öðru fram með því.

KA var í vikunni dæmt til að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna vegna ákvæðis í samningi hans. Arnar varð samningslaus hjá KA undir lok árs árið 2022 en KA afþakkaði vinnuskyldu frá honum síðustu vikur tímabilsins.

„Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni,“ sagði í samningi Arnars við KA.

Það var Héraðsdómur Norðurlands sem felldi dóminn en KA getur áfrýjað málinu til Landsréttar. Lögfræðingur sem 433.is ræddi við segir ákvæðið skýrt, á því sé enginn vafi að KA sé bótaskylt í málinu og að áfrýjun muni að öllum líkindum engu skila nema meiri kostnaði fyrir félagið.

Samkvæmt heimildum 433.is vildi Arnar ekki fara með málið fyrir dómstóla og bauð KA að leysa málið. Þetta boð Arnars afþakkaði KA.

Vörn KA byggðist meðal annars á því að Arnar ætti aðeins að fá greiðslur fyrir að koma KA í Evrópukeppni en ekki fyrir það að liðið komst í þriðju umferð. Dómurinn taldi það ekki halda vatni. „Að mati dómsins er ekkert í orðalagi ákvæðisins sem rennir stoðum undir þann skilning stefnda að rétturinn takmarkist við greiðslur vegna fyrstu umferðar Evrópukeppninnar,“ segir í dómnum.

Arnar var enn á launaskrá hjá KA þegar félagið tryggði sinn í Evrópukeppni og stýrði liðinu í 22 af 27 leikjum tímabilsins. Félagið afþakkaði hins vegar starfskrafta hans undir lok tímabilsins þegar Arnar hafði átt í viðræðum um að taka við Val þar sem hann er þjálfari í dag.

KA fékk í heild 850 þúsund evrur fyrir þáttöku í Evrópukeppni en 300 þúsund evrur fóru í ferðakostnað. Fær Arnar því 10 prósent af þeim 550 þúsund evrum sem félagið fékk samkvæmt dómi héraðsdóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?