fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

United vill Watkins en það yrði ansi snúið að landa honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur áhuga á Ollie Watkins, sóknarmanni Aston Villa og íhugar að reyna við hann í sumar. Talksport heldur þessu fram.

Watkins hefur farið á kostum með Villa á leiktíðinni og er með 19 mörk í ensku úrvalsdeildinni. Spilaði hann stóra rullu í að liðið tryggði sig inn í Meistaradeild Evrópu fyrir komandi leiktíð. Ansi stórt afrek sem ekki margir sáu fyrir.

Sir Jim Ratcliffe er orðinn hluthafi í United og tekinn yfir knattspyrnuhlið rekstursins. Hann er metnaðarfullur og vill fá Watkins til liðs við félagið. Markmiðið er að styrkja liðið fram á við.

Það verður þó ansi snúið að fá Watkins í ljósi þess að Villa getur boðið honum upp á Meistaradeildarbolta á næstu leiktíð, eitthvað sem United getur ekki gert.

Þá skrifaði hann nýverið undir samning til 2028. Villa er því allavega í ansi sterkri stöðu ef kemur til viðræðna á milli félaganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf